KVENNABLAÐIÐ

Júnó er alger snillingur og á eftir að bræða þig: Myndband

Elísa Hafdís Hafþórsdóttir er eigandi Júnó sem er 9 ára Chihuahua. Júnó er mikill snillingur og elskar að læra ný „trikk“ eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Hann er svo fyndinn og sniðugur að þú getur ekki annað en dáðst að persónuleikaeinkennum hans! Júnó kemur frá Sörlaskjólsræktun en Elísa á tvo Husky-hunda auk Júnó. Elísa segir: „Júno er semsagt þjálfaður með jákvæðri styrkingu og er fyrsti hundurinn sem ég kikkerþjálfa áður en ég klára svo nám sem hundaþjálfari.“

Auglýsing

 

juno in

Hér má sjá myndband af Kosmó:

Einnig segir Elísa Hafdís:

Ég útskrifaðist frá Vores Hundecenter sem faglærður hundaþjálfari í apríl 2015 og hef unnið sem slíkur síðan svo kem ég til með að útskrifast sem hundaatferlisfræðingur í nóvember frá sama skóla.Þetta er 3.5 ára langt nám samanlagt og er alveg ótrúlega gefandi og skemmtilegt! Aðalverkefnið mitt hefur verið yngri husky rakkinn minn hann Kosmó, en hann hefur komið rosalega langa leið í sínum hegunarvandamálum með þessum aðferðum sem ég hef lært í Vores Hundecenter.
Skólinn er í Danmörku en Elísa Hafdís er búsett á Íslandi með þessum yndislegu hundum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!