KVENNABLAÐIÐ

14 vikna stúlka deyr af völdum vinsæls hárbands

Kona í Glasgow, Skotlandi, hefur nú sett viðvörun á samfélagsmiðla eftir að dóttir vinkonu hennar lést meðan hún var með hárband á sér sofandi: „Ég vara allar mömmur við sem eiga lítil börn og setja hárband á þau með slaufu. Vinkona mín hefur því miður skelfilega reynslu því tengdu. Þær fóru í langan göngutúr og hún hélt að stúlkan væri sofandi í vagninum. Þegar hún athugaði með hana var hárbandið yfir vitum hennar og hún hreyfði sig ekki…hún var látin.“

harband in

Auglýsing

Leanne Wilson segir svo í sömu færslu að samkvæmt krufningu hafði stúlkan – sem hét Holly – dáið vegna köfnunar: „Móðirin bað mig um að deila þessu til allra mæðra og sérstaklega kannski þeirra sem eru nýjar mæður að svona skraut getur verið stórhættulegt. Hún hafði skilið Holly eftir sofandi í 30 mínútur til að fara í sturtu og gleymdi að taka hárbandið af henni.“

Leanne segir einnig að vinkona hennar sé í afar slæmu áfalli eftir þennan hörmulega atburð.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!