KVENNABLAÐIÐ

Trump henti hljómsveitinni One Direction út af hótelinu sínu þegar þeir vildu ekki hitta dóttur hans

Margar stjörnur hafa sögu að segja af Donald Trump og kemur það svosem ekkert á óvart. Í nýju viðtali við Rollacoaster segir meðlimur One Direction, Liam Payne, frá óþægilegri aðstöðu sem hann og hinir hljómsveitarmeðlimir voru settir í: „Trump henti okkur út af hótelinu sínu einu sinni,“ segir Liam. „Þú myndir ekki trúa þessu. Þetta snerist um að hitta dóttur hans. Hann hringdi í umboðsmanninn okkar og við vorum sofandi. Trump sagði: „Nú? Vektu þá!“ ég sagði bara „nei“ og þá neitaði hann okkur um að nota bílakjallarann undir hótelinu.

Auglýsing

Liam heldur áfram: „Augljóslega getum við ekki farið út á götu í New York. Fólk er of ágengt. Svo hann sagði: „Ókei, ég vil ekki hafa ykkur á hótelinu mínu.“ Svo við þurftum að fara.“

Liam segir ekki hvaða dóttur hann var að meina, en mjög líklega var hann að tala um Tiffany sem er líklegri til að hafa áhuga á hljómsveit á borð við One Direction. Þykir mörgum merkilegt að hann hafi nú loksins gert eitthvað fyrir hana en ekki sína heittelskuðu Ivönku.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!