KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Lopez enn á ný komin með nýjan kærasta

Jlo slær aldrei slöku við þegar kemur að ástarsamböndum. Hún hefur verið bendluð við ýmsa menn upp á síðkastið, en ástarævintýri hennar við Drake var skammvinnt. Nú er hún að hitta Alex Rodriguez, fyrrum hafnaboltaleikmann New York Yankees. 
Þau sáust saman á veitingastaðnum Casa Tua í Miami þar sem þau eyddu kvöldinu á rómantískan hátt. Söngkonan leit afar vel út í þröngu, stuttu hvítu dressi, með rauðan varalit í háum hælum. Alex var myndarlegur í khakibuxum og blárri peysu og í bláum strigaskóm.
Sagt er að þau hafi síðan farið í ferð til Bahamas  að djamma á klúbbi sem fáir útvaldir fá að heimsækja!
Auglýsing

Jennifer Lopez, Alex Rodriguez

Einnig sást parið fara saman í ræktina þar sem Jennifer hitti einkaþjálfara. Alex lagði bílnum og fór líka inn. Eftir um klukkustund fóru þau en í sitthvorum bílnum. Alex býr í Miami og Jennifer gisti þar. Virðist því vera alvara í sambandinu, þó auðvitað sé engin leið að spá fyrir um það þegar Jlo er annars vegar.

Jennifer Lopez, Alex Rodriguez

Jennifer hefur oft verið að hitta menn sem eru mun yngri en Alex er nær henni í aldri. Við vonum að þetta gangi upp hjá henni!

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!