KVENNABLAÐIÐ

Tyra Banks tekur aftur yfir America’s Next Top Model

Söngkonan Rita Ora var ekki lengi í paradís…eftir einungis eina seríu af því að kynna ANTM var hún látin fjúka. Tyra Banks er aftur sest við stjórnvölinn því ef eitthvað á að vera vel gert á maður að gera það sjálfur, ekki satt?

Síðasta sería var lítið um fyrirsætustörf, meira um hvernig hægt er að verða frægur á Instagram og Snapchat. Engar skýringar voru gefnar frá sjónvarpsstöðinni sem sýnir þættina, VH1 – aðeins að verið væri að skipta um kynni. Tyra er að koma aftur og það er það eina sem við fáum að vita.

Til að sýna öllum að enginn kali væri milli Tyru og Ritu (og koma í veg fyrir slúðursögur) skiptust þær á tvítum:

tyra2

og Rita auglýsti svo tónlistina sína í leiðinni:

rita3

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!