KVENNABLAÐIÐ

11 ára stúlka að verða yngsta móðir Bretlands

Nú er stutt í barnsfæðingu yngstu móður Bretlands sem er aðeins 11 ára gömul. Lögreglan er nú að rannsaka málið vegna faðernisins, en faðirinn er talinn vera nokkrum árum eldri en stúlkan.

Lítið hefur verið gefið upp um málið til að vernda stúlkuna og fjölskyldu hennar.

Fréttir af málinu koma af tilviljun á sama tíma og fyrrum yngsta móðir Bretlands, Tressa Middleton frá Skotlandi, tilkynnti að hún gengi með seinna barn sitt, meira en áratug eftir að hún fæddi fyrsta barnið 12 ára gömul.

Tressa Middleton
Tressa Middleton

Tressu var nauðgað af bróður sínum og varð ófrísk. Hún ól upp stúlkubarnið fyrstu tvö árin en Annie var tekin af henni þegar upp komst hver faðirinn væri. Missirinn hafði mikil áhrif á Tressu en næstu árin hennar einkenndust af neyslu fíkniefna og áfengis.

Auglýsing

Nú er hún á beinu brautinni og á von á barni með Darren Young, 30 ára en þau hafa verið saman í sjö ár. Væntanleg barnsfæðing hennar hefur mikil áhrif á hana og lýsir hún reynslunni sem „ljúfsárri” en hún er þakklát fyrir að eignast annað barn.

teen2

Tressa segir nýja barnið aldrei koma í stað dóttur hennar sem í sumar verður 11 ára – á sama aldri og hún eignaðist hana.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!