KVENNABLAÐIÐ

Dragdrottningin RuPaul kvæntur ástinni sinni!

Til hamingju! RuPaul er sennilegasta frægasta dragdrottning í heimi og hann er genginn út! Uppljóstraði hann þessu í viðtali á miðvikudagsmorgun í Hollywood Today Live. RuPaul sem hefur stýrt hinum óstjórnlega vinsælu raunveruleikaþáttum undanfarin misseri RuPauls Drag Race gekk að eiga maka sinn til 23 ára, bóndann Georges LeBar.

Segir RuPaul: „Ég hitti hann á dansgólfinu á Limelight árið 1994. Það var afmælisdagurinn hans þannig við giftum okkur á daginn hans – afmæli þess sem við hittumst,“ í viðtali við Ross Matthews og Amanda Salas í meðfylgjandi myndbandi.

Hjónin í New York <3
Hjónin í New York <3

Fréttirnar koma aðeins tveimur vikum áður en að níunda sería þáttanna er frumsýnd, og vitað er að aðdáendur eru að missa sig yfir nýjustu seríunni!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!