KVENNABLAÐIÐ

Erla Fanný og Jón Eyþór fóru afar frumlega leið að tilkynna kyn barnsins síns! – Myndband

Athugið: Páll Óskar tekur óvænt þátt! Turtildúfurnar Erla Fanný Gunnarsdóttir og Jón Eyþór Gottskálksson eiga von á sínu fyrsta barni og eru að sjálfsögðu afskaplega spennt. Þau notuðu afar frumlega aðferð til að kynna fyrir vinum og ættingjum hvors kyns erfinginn væri og fengum við leyfi til að birta þetta æðislega myndband sem hlýtur að setja viðmið fyrir önnur kyn-tilkynningarmyndbönd í framtíðinni!

Þessa mynd notuðu Jón og Erla á Facebook til að tilkynna um bumbubúann! Ótrúlega frumlegt og sætt
Þessa mynd notuðu Jón og Erla á Facebook til að tilkynna um bumbubúann! Ótrúlega frumlegt og sætt…

Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju!

Jón Eyþór er dansari Páls Óskars og er greinilegt að þeir eiga afar gott samband
Jón Eyþór er dansari Páls Óskars og er greinilegt að þeir eiga afar gott samband. Hann og Erla eru afar glæsilegt par og eiga án efa eftir að taka sig vel út í foreldrahlutverkinu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!