KVENNABLAÐIÐ

Snoop Dogg miðar byssu á Donald Trump í nýjasta myndbandi sínu

Snoop Dogg fer ekki leynt með andúð sína á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Svo mjög að hann hefur leikara í myndbandi sínu klæðast eins og Trump með trúðamálningu og miðar á hann byssu með afar beinskeyttum texta. Hefur myndbandið vakið mikla athygli eins og skilja má og hefur Trumpinn að sjálfsögðu farið á Twitter og fordæmt rapparann: „Getið þið ímyndað ykkur hneykslið ef Snoop Dogg með sinn misheppnaða feril og allt, hafi beint byssu að og hleypt af á Obama forseta? Fangelsistími!“

Auglýsing

Ted Cruz, fyrrum forsetaframbjóðandi, er virkilega hneykslaður á Snoop og öllum þeim sem kunna að þykjast drepa forseta Bandaríkjanna, hver sem það er, vegna ofbeldisfullrar sögu þjóðarinnar. Telur hann að grínast með það sé einfaldlega bara rangt.

Sjáðu myndbandið umdeilda hér að neðan sem 2,4 milljónir manna hafa séð nú þegar:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!