KVENNABLAÐIÐ

Óhugnanlegt myndband: Hurð í líkhúsi skellist á óútskýrðan hátt

Eins og beint upp úr hryllingsmynd: Þú myndir sennilega ekki vilja skipta um starf við þennan vörð í líkhúsi nokkru í Brasilíu. Maðurinn var á vakt og heyrir einhver hljóð og fer að athuga málið. Hann og félagi hans, sem tekur myndbandið, fara af stað inn eyðilegan gang þar sem rauð hurð sem greinilega sést skellast ákaft…þeir labba nær og nær og ljósið er óstöðugt (alveg eins og í hryllingsmynd, já).

SVO slökknar á ljósinu alveg…og hurðin hættir að skellast. Þegar þeir koma nær er engin leið fyrir nokkurn að hafa falið sig þar að innan því hurðin er að skáp sem er afar grunnur. Þeir halda áfram að leita en finna engan…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!