KVENNABLAÐIÐ

Yndislega klaufskur hundur í hundafimikeppni vekur athygli um allan heim

Tæpar fjórar milljónir hafa séð þennan frábæra og viljuga Jack Russell terrier „rústa“ hundafimikeppni á stórkostlegan hátt! Þú þarft ekki að vinna keppnina til að vinna hug og hjörtu áhorfenda, það er á hreinu. Hundurinn heitir Ollie og hefur verið fjallað um hann í öllum helstu miðlum heims að undanförnu eftir keppnina Crufts í Bretlandi á dögunum. Ollie er afskaplega viljugur huundur og spenntur, svo spenntur að hann tekur dýfu beint á trýnið, hljóp í hringi og út í eitt horn meira að segja til að þefa! Þetta verður þú að sjá!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!