KVENNABLAÐIÐ

Eyddi fjórum árum í að fótósjoppa kærasta inn á allar myndirnar sínar

Ótrúleg saga: Graham McQuet og Jill Sharp voru, samkvæmt Twittersíðu hennar, trúlofuð og á leiðinni í hjónaband. Vandinn var hinsvegar sá að þau höfðu aldrei hist. Hún deildi fullt af myndum af þeim tveimur á ferðalögum, standandi hlið við hlið og að faðmast – allt eins og venjuleg pör gera.

Jill hafði búið til ímyndað samband við Graham. Hún tók myndir af honum og kærustu hans, fótósjoppaði hana út og setti sig í staðinn. Stóð hið ímyndaða ástarsamband í heil fjögur ár án vitundar Grahams. Vinir Jill urðu æ tortryggnari þegar þeir fengu aldrei að hitta þennan frábæra mann. Þau virtust afar hamingjusöm á samfélagsmiðlum – póstandi ástarjátningum og þess háttar og leit allt út fyrir að vera í lukkunnar velstandi.

Auglýsing
Graham og Marianne til vinstri - hin myndin er fótósjoppuð
Graham og Marianne til vinstri – hin myndin er fótósjoppuð

Þó, þegar Jill ákvað að hitta vini sína var alltaf eitthvað sem kom upp á. Hann hætti við á síðustu stundu, var lasinn eða eitthvað annað. Vinir hennar ákváðu að leggjast í smá rannsóknarvinnu vegna „sambandsins“ og þegar þeir fóru að skoða myndirnar var eitthvað sem ekki gekk upp. Til dæmis sést Graham fyrir framan Westminster Abbey einn og svo var mynd af Jill líka. Þau voru ein á hvorri mynd fyrir sig en fólk ætti að hafa lesið í það þannig að þau hafi tekið myndina af hvort öðru.

photo3

Vinirnir sáu að myndirnar voru ekki teknar sama dag. Á myndinni af Graham er jörðin blaut og virðist vera rigning. Á mynd Jill er hinsvegar allt þurrt. Hún hafði sumsé verið að ferðast um London og taka myndir á sömu stöðum og hann. Vinirnir fundu að lokum hinn rétta Graham og létu hann vita. Hann hafði aldrei hitt Jill og varð fullur ótta og viðbjóðs. Hann og raunveruleg kærasta, Marianne, höfðu samband við lögreglu og sögðu hana vera að áreita þau. Það var þó ekkert sem lögreglan gat gert.

Auglýsing
Marianne
Marianne

Graham og Marianne eru nú að undirbúa brúðkaup sitt en Jill hefur látið sig hverfa af samfélagsmiðlum og eytt fölskum reikningum í nafni Grahams. Ekki er vitað hvort hún er í nýju sambandi, alvöru eða ekki, eða hvernig sambandið er við vini hennar þessa dagana…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!