KVENNABLAÐIÐ

Eva Mendes útskýrir af hverju hún sést aldrei á rauða dreglinum með Ryan Gosling

Hefur þú tekið eftir að leikkonan Eva Mendes mætir aldrei á viðburði með eiginmanninum Ryan Gosling? Eva veitir sjaldan viðtöl en hún veitti eitt um daginn við Shape þar sem hún útskýrir af hverju hún hefur engan áhuga á sviðsljósinu.

Eins og þú kannski giskar á hefur það mikið að gera með dætur parsins. Esmeralda er tveggja ára og Amada er 10 mánaða, Amada hefur aldrei sést opinberlega: „Það sem fólk veit ekki um mig er að ég elska að vera heima. Í stað þess að drattast á rauða dregilinn er ég heima með stelpurnar okkar.“

Auglýsing

eav rya

Ryan, 36 og Eva, 43, fóru að hittast árið 2011 eftir að hafa hist á setti myndarinnar The Place Beyond the Pines. Þau hafa lítinn áhuga á að flagga sínu einkalífu og síðast þegar þau fóru saman á rauða dregilinn var árið 2012! Esmeralda kom í heiminn í september árið 2014 og Amada árið 2016. Sagt hefur verið að þau hafi gengið í hjónaband snemma á árinu 2016.

Auglýsing

Á Óskarsverðlaunahátíðinni á þessu ári varð mikið umtal um hver væri með Ryan á rauða dreglinum en svo kom í ljós að hann var ekki með nýja konu, heldur systur sína Mandi Gosling.

Ryan og Mandi Gosling
Ryan og Mandi Gosling

Eva mætti ekki á Golden Globes heldur en Ryan þakkaði ástinni sinni þegar hann fékk verðlaun fyrir besta leik í La La Land: „Þú kemst ekki á þennan stað án þess að standa á fjalli og það er ekki nægur tími til að þakka öllum. Ég vil þó þakka einni manneskju en meðan ég var að dansa, spila á píanó og njóta bestu kvikmyndareynslu minnar hingað til var konan mín að ala upp dóttur okkar, ólétt að seinna og að hjálpa bróður sínum að berjast við krabbamein. Ef hún hefði ekki tekið það að sér svo ég gæti átt þessa reynslu væri einhver annar að veita þessum verðlaunum viðtöku í dag. Svo ástin mín, takk.“

Fallegt samband sem þau eiga, ekki satt?

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!