KVENNABLAÐIÐ

Victoria Beckham birti fyrstu myndina af fatalínunni í Target

Tískudrottningin Victoria Beckham mun frumsýna fatalínuna sína í Target eftir mánuð. Til að sýna hvað hún hefur fram að færa stríðir hún aðdáendum á síðunni sinni með lítilli mynd. Fatalínan mun vera fyrir konur og börn og eru fyrirsæturnar af öllu tagi.

Hönnuðurinn sem er í samstarfi við verslunarrisann Target, birti líka meðfylgjandi mynd á Instagram til að sýna hvað koma skal.

Auglýsing

vb target in

Blómamynstur, bomber jakkar, skokkar og skyrtur. Bæði Victoria og dóttir hennar Harper hafa sést í fötunum sem lofa góðu! Línan fer í sölu þann 8. apríl næstkomandi.

Auglýsing

Don’t worry ladies, it’s not just for kids but women too! x VB victoriabeckham.com/target

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!