KVENNABLAÐIÐ

Pink ófrísk að þriðja barninu strax?

Söngkonan Pink kann að eiga 10 vikna dreng en hefur sagt við vini sína að hún væri „ekki hissa“ ef hún væri ólétt á ný. Pink sem er 37 ára gömul og fæddist Jameson Moon þann 26. desember síðastliðinn hefur ekki farið leynt með að hún vilji eignast stóra fjölskyldu og hefur sagt: „Við viljum heilt körfuboltalið!“ Ósk hennar gæti orðið að veruleika fyrr en seinna þó…

Vinur stjörnunnar segir: „Um leið og Pink átti Jameson fór hún að tala um að hana langaði í annað. Það tók hana langan tíma að verða ófrísk aftur eftir Willow sem er fædd 2011 svo hún vildi leggja allt í það eftir að Jameson fæddist.

pi

„Um leið og hún fékk grænt ljós frá læknunum fóru hún og Carey [eiginmaður hennar] að leggja vinnu í það! Nú er hún að segja öllum að hún yrði ekki hissa ef hún væri ólétt nú þegar – svo ötul hafa þau verið að reyna.“

Þrátt fyrir að Pink og Carey hafi haft sinn skerf af hjónabandsvanda – meira að segja hættu saman milli 2008-2010 hefur barnið fært þau saman og þau segjast sterkari en nokkru sinni fyrr.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!