KVENNABLAÐIÐ

Furðuleg ráðgáta: 97 ára tvíburar deyja á sama hátt á sama tíma

97 ára tvíburar, þær Jean Haley og Martha Williams létust þann sama dag eftir að hafa dottið og ofkældust. Samkvæmt The Boston Globe, hittu þær Jean og Martha yngri systur þeirra í kvöldmat þann 3. mars síðastliðinn áður en þær fóru heim til Jean í Barrington, Illinoisríki í Bandaríkjunum.

Auglýsing

Tvíburarnir fundist meðvitundarlausir næsta morgun eftir að hafa dottið fyrir framan hús Jean. Voru þær fluttar í skyndi á spítala þar sem þær voru úrskurðaðar látnar.

97 2

Lögregla heldur að Martha – sem fannst í innkeyrslunni – hafi dottið við að fara út úr bílnum og Jane sem fannst nálægt bílskúrnum hafi dottið um teppisbút þegar hún ætlaði að hringja á hjálp. Hitastigið fór niður fyrir 10 stiga frost þarna um nóttina og hefur það sennilega ekki hjálpað þessum langlífu systrum en enn er beðið eftir krufningarniðurstöðum.

Auglýsing

John, sonur Jean segir að systurnar hafi alltaf verið „bestu vinkonur“ og sagði hann í viðtali við Time að þær hefðu verið óaðskiljanlegar allt sitt líf: „Tvíburar hafa eitthvað afar sérstakt samband. Við horfum eins á það – ef önnur hefði farið á undan hnni hefði þeim liðið ömurlega. Það er í raun fallegt á sinn hátt,“ bætti hann við. „Þær komu inn í lífið saman og þær dóu saman. Það er huggandi að vita til þess að þær hafi verið saman. Það var leið að komast inn í þennan heim og það var leið út líka.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!