KVENNABLAÐIÐ

Kona pantar sér pizzu með ananas: Fær eitthvað annað í staðinn

Stóra ananasmálið sem ástkær forseti vor, Guðni Th hóf og sér ekki fyrir endann á, heldur áfram. Guðni gantaðist með að ananas ætti ekki að vera leyfður á pizzur og vakti málið heimsathygli og þar sem fólk hefur afskaplega sterkar skoðanir á pizzuáleggjum (hverjum datt það í hug?) Kona nokkur í Bretlandi fékk að kenna á þessu á dögunum en færsla hennar á Twitter hefur einnig farið út um allan heim. Svo virðist sem henni hafi hreinlega verið meinað að panta ananas á pizzuna sína, en umræddur pizzastaður er á móti Hawaiian pizzu alfarið.

Auglýsing

Í pizzukassanum voru skilaboð þess efnis að þeir hreinlega gætu ekki sett ananas á pizzuna: Sorry, það er ógeðslegt, stendur inni í kassanum. Svo fékk hún fimm punda seðil til baka.

View image on TwitterView image on Twitter
 
Auglýsing

Í Bretlandi eru sveppir allra vinsælasta áleggið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. 42% fólks vilja ananas en óvinsælustu áleggin eru ansjósur, ólífur og túnfiskur.

View image on Twitter

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!