KVENNABLAÐIÐ

Móðir Selenu Gomez hitti The Weeknd og er ekki hrifin

Söngfuglinn Selena Gomez og söngvarinn The Weeknd (Abel Tesfaye) eru að taka sambandi sitt upp á næsta stig. Abel hefu nú hitt móðir Selenu, Mandy en hún er víst ekki mjög hrifin af sambandinu: „Mandy hitti Abel og finnst hann kurteis og allt það en hann hafi ekki góð áhrif á hana. Hún kann heldur ekki að meta dónalega og neyslutengda texta hans í lögunum hans,“ segir ónafngreindur heimildarmaður í viðtali við Life&Style.

Auglýsing

Selena Gomez Mom Mandy Getty

Selena og Mandy

Mandy sem er fertug er ekki sú eina sem sér eitthvað athugavert við sambandið eins og Sykur hefur greint frá: „Margir vinir hennar telja hættu á að hún fari illa út úr þessu sambandi. Þeim og fjölskyldu hennar finnst að hún ætti að vera í kringum heilbrigðara fólk.“

Auglýsing

Fyrrum Disney stjarnan hefur verið inn og út úr meðferðum undanfarin ár og segir það vera vegna kvíða og gigtar, heldur áfengis-og fíknivanda. Justin Bieber hafði víst slæm áhrif á hana þar áður: „Hann er eitur fyrir Selenu. Þrátt fyrir að hann sé ekki lengur á svæðinu hafði hann afar slæm áhrif á hana.“ Mandy hafði einnig haft samband við Justin og bað hann að halda sig í fjarri þegar Selena fór í meðferðina.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!