KVENNABLAÐIÐ

Shannen Doherty vann krabbann

Leikkonan Shannen Doherty hefur barist hetjulega við brjóstakrabbamein og er nú loksins laus úr geislameðferð. Fyrrum leikkkonan úr Beverly Hills 90210 fór út á laugardagskvöld með eiginmanni sínum Kurt Iswarienko að styðja góðgerðasamtökin Animal Hope and Wellness Foundation Gala en hún var veislustjóri þetta kvöld.

Hin 45 ára leikkona leit afskaplega vel út og var með eiginmanni sínum til fimm ára. Í dag hefur hún fengið allt hárið aftur og fyrir nokkrum dögum sagði hún á Instagram: „Nú er ég búin í geislameðferð, biðtíminn er næstur. Biðin eftir prófinu. Hvort ég sé laus eða ekki.“

Auglýsing
Árið 1992

„Biðin eftir endurreisn. Biðin. Þegar maður fær krabbamein er biðin órjúfanlegur hluti þess. Fyrir þá sem vita…ég er að bíða með ykkur.“

Shannen var fyrst greind árið 2015 og hefur farið í fjölda meðferða en nú er hún laus við krabbann.

Shannen hefur viðurkennt að hún var ofboðslega hrædd við meðferðina og vildi helst af öllu flýja þetta allt.
Auglýsing
Video thumbnail, Shannen Doherty: Cancer has changed my life for the better

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!