Fjöldi foreldra lætur börnin sín fá sótthreinsilög á hendurnar til að verja þau gegn bakteríum. Nýleg rannsókn segir þó að það sé virkilega varhugavert.

ForvarnarsamtökinUS Centers for Disease Control and Prevention segja að mörg tilfelli hafi komið upp þar sem börn þjáist af pirringi í augum, magaverkjum, uppköstum og pirringi í augum eftir að hafa notað vöruna. Á árunum 2011 og 2014 fengu hjálparlínur í Bandaríkjunum vegna eitrana 70.000 símtöl þar sem börn undir 12 ára aldri önduðu að sér leginum, fengu hann í augun eða innbyrtu hann. Af þeim fóru fimm þeirra í dá og þrjú fengu flog.

Auglýsing

Í tveimur tilfellum hættu tvö börn að anda tímabundið. 91% barnanna voru fimm ára eða yngri. Af börnum á aldrinum 6-12 ára voru engin slys en sennilega innbyrtu þau sótthreinsilöginn viljandi.

Mest var um tilfelli á veturnar, sennilega vegna þess aðgengi er betra vegna flensuvertíðar.

 

Ekki er mælt með að hætta notkun sótthreinsilegis af sérfræðingum en fylgjast þarf með notkuninni. Best er að þrífa hendur barna með sápu og vatni en sótthreinsilögur ku vera næstbesti kosturinn.

Auglýsing