KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum keppendur Bachelor leysa frá skjóðunni

Bachelor þættirnir vinsælu eru nú í fullum gangi í Bandaríkjunum og þykir piparsveinninn Nick Viall afar flottur. Fylgjast áhorfendur sem fyrr með Nick kynnast framtíðareiginkonu sinni. Fyrrum keppandi, Chanel Forrest, í seríunni þar sem Juan Pablo leitaði að konu segir: „Framleiðendur spyrja leiðandi spurninga til að fá fram það efni sem þeir vilja. En þátturinn sjálfur er ekki með neitt handrit.“

Auglýsing

Josh Seiter sem keppti í Bachelorette um ástir Kaitlyn Bristowe segir þáttinn vera mun leikstýrðari en  Chanel: „Allir fengu línur að segja. Ég átti að segja í einni rósaathöfn: „Ef ég fæ ekki rós verður það afar vont fyrir egóið mitt.“ Framleiðendurnir neyddu mig til að segja það.“

josh

Bætir hann við að þeir hefðu líka stjórnað því þegar hann kynnist Kaitlyn og kemur í limósínu…„ég ætlaði að faðma hana þegar ég kæmi út úr bílnum en þeir sögðu að það væri of leiðinlegt. Þeir vildu að ég myndi strippa. Við rifumst um þetta atriði því ég vildi það ekki. Ég er viss um að þeir gerðu svipað við aðra keppendur.“

Auglýsing
Corinne
Corinne

Í núverandi seríu segir móðir Corinne Olympios að átt hafi verið við efnið. Segist hún varla hafa þekkt dóttur sína á skjánum, persónuleiki hennar væri allt öðruvísi. Einnig sagði hún fréttamönnum að dóttir hennar hafi ekki verið ber að ofan í pottinum með Nick, en það var víst umdeilt atriði.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!