KVENNABLAÐIÐ

Uppljóstrun: Það sem Bretadrottning borðar í morgunmat

Hvað er breskara en Bretadrottning? Jú, kannski matarvenjur hennar! Gula pressan í Bretlandi hefur oft fjallað um matarsmekk drottningar, en hún sættir sig ekki við eitthvert ódýrt drasl og er langlíf og hraust. Hún drekkur mikið kampavín, og helst glas á hverju kvöldi. Hún borðar skoskt hjartarkjöt og hvítar ferskjur frá Windsorkastala. Gulræturnar eru skornar í nákæma lengd, annars vill hún ekki borðar þær.

Auglýsing

 

Á morgnana, eftir te og kex (hvað annað) fær drottningin sér skál af Special K frá Kelloggs. Það er uppáhaldið hennar. Með blárri mjólk að sjálfsögðu.

Darren McGrady, fyrrum einkakokkur drottningar hefur uppljóstrað að drottning njóti þess að borða morgunkornið og 1-2 ávexti. Hún vill hafa morgunkornið geymt í Tupperware boxum til að varðveita ferskleikann. Hann bætir við: „Hún elskar líka að fá hrærð egg með reyktum laxi og trufflusveppum. Hún vildi þó ekki fá trufflurnar ferskar heldur borðaði þær eingöngu á jólunum þegar þær voru gefnar henni.“

marmite

Stundum snæðir drottningin líka ristað brauð með marmelaði frá Wilkins & Sons og svo drekkur hún Twinings morgunverðarte.

Auglýsing

 

Þegar drottning borðar sveppi í höllinni er alltaf smurt Marmite á þá, samkvæmt fyrrum hallarkokkinum Owen Hodgson. Hversu mikið breskara verður það?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!