KVENNABLAÐIÐ

Katy Perry og Orlando Bloom náðu ekki ári saman

Söngfuglinn Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom hafa nú hætt saman eftir 10 mánaða samband, samkvæmt E! News. Í sameiginlegri yfirlýsingu talsmanna þeirra segir að áður en sögusagnir fari á kreik sé bara ágætt að staðfesta að Orlando og Katy eru að taka sér hlé með fullri virðingu fyrir hvort öðru.Á Óskarnum gengu þau ekki rauða dregilinn saman en voru þó teknar myndir af þeim í eftirpartý Vanity Fair.

Auglýsing

Katy hélt flott fertugsafmæli fyrir Orlando um miðjan janúar og eyddi hann jólahátíðinni með fjölskyldu Perry. 

Þau höfðu rætt hjónaband og börn og voru afar ástfangin. Hvort eitthvað kom upp á er erfitt að segja en auðvitað eru stjörnur á borð við þær afar uppteknar. Katy er nú að gefa út sína fjórðu plötu og Orlando eyðir miklum tíma í góðgerðastarfsemi  UNICEF.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!