KVENNABLAÐIÐ

Kardashian fjölskyldan hvorki velkomin á Óskarinn né í partýin

Kim Kardashian er oft minnt á að hún er ekki raunveruleg stjarna og þau hjónin eru oft ekki velkomin á „alvöru“ viðburði eins og Óskarsverðlaunahátíðina. Kim, 36, og Kanye, 39, var hafnað um að mæta í eftirpartýin eftir hátíðina: „Kim var að vonast eftir að fá að mæta í stærsta partýið hjá Vanity Fair,“ sagði vinur fjölskyldunnar, „en hún fékk ekkert boð.“

„Hún vildi í raun fá boð í hvaða partý sem er,“ heldur hann áfram. Kim hefur í raun ekki mætt í neitt Óskarsteiti síðan árið 2014 en þá gerði hún skandal í partýi Elton John.

Auglýsing

Þess í stað horfðu þau fjölskyldan á hátíðina heima: „Kim er oft minnt á að hún er ekki raunveruleg stjarna þegar kemur að þessum viðburðum, en Kanye var virkilega til í að fara út að djamma.“

Kris Jenner, mamma klansins, átti einnig erfitt kvöld. Hún var fyrir E! sjónvarpsstöðina að flytja fréttir á rauða dreglinum og hafði ekki hugmynd um af hverju stjörnurnar voru allar með bláa ACLU borða (American Civil Liberties Union) sem er stofnun sem berst fyrir mannréttindum. Kris trylltist baksviðs og sakaði framleiðendur um að reyna að skemma fyrir henni og láta hana líta illa út. Hún ásakaði alla nema sjálfa sig og verður sennilega ekki beðin um að fjalla um hátíðina framar.

Auglýsing

Mikið var gert grín að henni á Twitter fyrir að vera „heimsk.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!