KVENNABLAÐIÐ

Donald Trump borðar steikina sína með tómatsósu…eins og krakki

Í gærkvöld fór kjöthausinn Donald Trump út að borða í miðbæ Washington DC á veitingastaðnum BLT Steakhouse á Trump hótelinu.  Var mikil öryggisgæsla á staðnum eins og blaðamaður Independent Journal Review, greindi frá. Hafði hann áreiðanlegar heimildir fyrir að Trump myndi snæða þar um kvöldið og hafði hann tryggt sér sæti rétt handan við ganginn til að skrásetja kvöldverðinn. Donald vildi enga fréttamenn á staðnum og vildi blaðamaður því sjá hvernig forsetinn hegðaði sér og skrásetti það mjög nákvæmlega með myndum – þú getur lesið frásögnina HÉR.

Donald pantaði New York strip steikina „well done.“ Svo borðaði hann hana. Með tómatsósu. Tómatsósu!

Auglýsing

Á meðan forsetinn snæddi tóku að sjálfsögðu allir eftir honum og komið var fram við hann eins og stjörnuna sem hann vill vera. Ein kona hrópaði: „Donald, ég á afmæli!“ og hann tók mynd af henni og sagði hana vera „afmælisgjöf“ og svo sagði hann henni að hún liti afar vel út og hefði „frábæra húð.“

Auglýsing

Förunautar hans á veitingastaðnum voru dóttir hans Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner, leiðtogi Brexit, Nigel Farage og ríkisstjóri Flórída, Rick Scott.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!