KVENNABLAÐIÐ

Óskarinn 2017: Halle Berry þurfti að gera grein fyrir „trylltri hárgreiðslu“

Leikkonan Halle Berry skartaði óvenju djarfri hárgreiðslu á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Stjörnur á borð við Alicia Keys hafa sést án farða, en Halle Berry var með sitt „náttúrulega“ hár. Klæddist hún dásamlega fallegum Atleier Versace kjól og brjáluðum krullum.

Hárið vakti samstundis mikla athygli á samfélagsmiðlum og spurðu sumir hvort hún væri með hárkollu! „Ég hef alltaf slegið minn eigin takt og þetta rauða-dregils lúkk mitt fagnar einmitt því,“ sagði Halle í viðtali við Vogue.com. „Kjóllinn er rómantískur, kvenlegur og ferskur og ég fagnaði náttúrulega hárinu mínu í leiðinni.“

Auglýsing

 

hbin

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!