KVENNABLAÐIÐ

Setti óléttumynd á Facebook og var handtekin í kjölfarið: Sérð þú af hverju? – Mynd

Horfðu vandlega á myndina. Sérðu eitthvað óeðlilegt? Myndinni var póstað á Facebook af ungri móður og ekki leið á löngu þar til lögreglan bankaði upp á hjá henni. Í fyrstu var fólk með jákvæðar athugasemdir um óléttuna en þessi kona átti von á sínu fjórða barni. Svo benti einhver á hryllinginn.

Hvað sérðu?
Hvað sérðu?

Í bakgrunninum má sjá áhöld til fíkniefnaneyslu (skeið og sprauta) og á öðrum upphandleggnum var teygja. Teygjuna nota sprautufíklar til að stöðva blóðflæðið og sprauta sig með eiturlyfjum. Konan, Natasha Kirkland 26 ára, var handtekin þremur dögum seinna, þann 19. febrúar síðastliðinn. Hún var reyndar ákærð fyrir kreditkortasvindl, að keyra með útrunnið skírteinu og önnur svik. Hún var ekki ákærð fyrir að stofna lífi barns síns í hættu og fólk var afar reitt yfir því.

 

Auglýsing

 

Eftir að hún slapp út úr fangelsinu sagði Natasha einhvern hafa hakkað sig in á Facebookið hennar: „Ég hef ekki getað komist inn á Facebookið mitt síðan 9. febrúar…þessi mynd var tekin fyrir ári síðan…ég var ekki ólétt, krakkarnir höfðu verið teknir af mér og ég bilaðist og já, ég notaði eiturlyf…ég er edrú og ætla að vera það…svo allir viti þá er ég gengin 20 vikur og fimm daga og ég nota ekki eiturlyf. Þessi mynd hefur eyðilagt líf mitt en ég ætla ekki að láta það hindra mig í að njóta lífsins og vera edrú fyrir mig og stelpuna mína og auðvitað hin þrjú börnin mín…“

Sjáðu myndbandið sem sýnir nákvæmlega um hvað ræðir:

Source: Mom Posts Picture Of Her Baby Bump. Cops Are Hunting Her Down For What’s In Background by internetroi on Rumble

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!