KVENNABLAÐIÐ

Fyrirsæta í yfirheyrslu hjá lögreglu fyrir að hanga af efstu hæð skýjakljúfs fyrir EINA MYND

Allt fyrir hina fullkomnu mynd á Instagram: Rússnesk Instagramdrottning, fyrirsætan Viki Odintcova hætti lífi sínu fyrir eina mynd á Instagram þar sem hún hékk án neyðarbúnaðs uppi á efstu hæð skýjakljúfs, Cayan turninum í Dubai. Viki lenti þó í lögreglunni og yfirheyrslu hvað uppátækið ætti eiginlega að þýða. Slapp hún með skrekkinn og fékk áminningu og hún þurfti að lofa að gera þetta aldrei aftur og skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis.

a fyr dub4

Í myndatökunni hélt hún í hönd aðstoðarmanns síns og hallaði sér aftur og hékk bara haldandi í höndina fram af þverhnípinu.

a fyr dub3

Viki hefur meira en 3 milljónir aðdáanda á Instagram og segist hafa verið afar stressuð fyrir myndatökuna. Í meðfylgjandi myndbandi er það nú ekki að sjá, hún hlær og brosir eins og þetta sé ekkert mál.

a fyrri duba

Hún segir: „Ég trúi því ekki enn að ég hafi gert þetta…í hvert skipti sem ég horfi á myndbandið svitna ég í lófunum.“ Myndbandið varð feykivinsælt eins og gefur að skilja og fór út um allan heim.

Aðdáendur hafa látið ýmislegt út úr sér, bæði aðdáun og last. Einn sagði: „Hvernig getur þú vanvirt líf þitt svona? Ef ég væri foreldri þitt hefði ég bæði rassskellt þig og skeggjaða manninn!“

a fyrir dub7

Auglýsing

Heimild: DailyMail

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!