KVENNABLAÐIÐ

Stjörnurnar tjá sig um framhjáhald

Að vera fórnarlamb framhjáhalds er aldrei skemmtilegt. Athugaðu þá að vera heimsþekkt stjarna sem allir vita allt um…það hlýtur að vera enn hræðilegra. Þessar stjörnur hafa tjáð sig um framhjáhald maka sinna og hvernig þær urðu sterkari eftir þessa ömurlegu reynslu.

1. Sienna Miller

Það sem hryggir mig er hversu saklaus ég var. Ég var blinduð af því að vera rómantísk. Mér finnst stundum eins og ég hafi misst hæfileikann að vera svona opin og saklaus aftur. En stundum líður mér líka eins og ég sé sterk, ég hafi fullorðnast.

2. Eva Longoria

Það snerist ekkert um hverja hann kaus. Ég átti augnablik þar sem ég hugsaði: „Er ég ekki nógu sexý? Er ég ekki nógu falleg? Er ég ekki nógu klár?“ En svo fór ég að hugsa…..hættu þessu, nei, nei, nei, ekki fara þangað. Því þú ert föst í þessum vítahring og munt taka vandamálin með þér annað.

Auglýsing

3. Taylor Swift

Ég þoli ekki einhvern sem þarf að fara til baka í sambandinu, þarf „pláss“ eða heldur framhjá þér. Þetta er ekkert flókið, þetta er almenn vitneskja.

taylor-swift

4. Alanis Morissette 

Framhjáhald er eitthvað sem ég þoli ekki. Ég hef hætt með fólki vegna þess. Þú getur ekki einkvæni 90% af tímanum.

5. Angelina Jolie

Ég hef sagt við Billy [fyrrverandi maðurinn hennar] ef ég myndi einhverntíma standa hann að framhjáhaldi myndi ég ekki drepa hann. Ég elska börnin hans og þau þurfa pabba. En ég myndi berja hann. Ég veit hvar öll íþróttameiðslin hans eru.“

6. Sophia Bush

Ég get ekki sagt að ég hafi engar vondar tilfinningar….ég er sár, niðurlægð og hjartað mitt er í molum.

sophia-bush

7. Dita Von Teese

Ég fór frá honum með ekkert. Ég vissi að það væri óviðurkvæmlegt samband í gangi á heimilinu mínu og ég vildi ekkert hafa með það að gera. Ég vildi ekki sófann, ég vildi ekki rúmið.

8. Demi Moore

Sem kona, móðir og eiginkona held ég ákveðnum gildum í hávegum. Ég hef því ákveðið að halda áfram með líf mitt.

9. Kristen Stewart

Þetta augnablik, augnabliks gredda hefur sett í hættu mikilvægasta samband í lífi mínu. Rob ég elska hann, ég elska hann, mér þykir þetta svo leitt.

Auglýsing

kristen-stewart

10. Britney Spears

Það besta við framhjáhald er að ég fæ að fara á fleiri fyrstu stefnumót.

11. Fergie

Þetta var erfitt. Við förum í gegnum mismunandi tíma til að gera ykkur sterkari sem heild. Sem félagar. Í dag er ást okkar dýpri. Við erum sterk í dag vegna alls þess sem hefur hent okkur. Við dílum við það. Við tölum saman. Samskiptin eru það mikilvægasta.

Heimild: Marie Claire

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!