KVENNABLAÐIÐ

Ógeðfellt: Skipulagðar ferðir í kringum hvarf Madeleine McCann

Breskur afi býður nú upp á ferðir í Praia da Luz, Portúgal, þar sem Madeleine McCann hvarf fyrir um áratug síðan. Reynir hann að gera sér mat úr óhugnanlegu máli, hvarfi þriggja ára telpu en hann ver sig með því að segja að hann sé „einungis að reyna að hjálpa til.“

Ferðin býður upp á að skoða tapas bar þar sem foreldrarnir Kate og Gerry snæddu á meðan Madeleine var sofandi í herberginu sínu. Einnig er farið á staði þar sem breskir lögregluþjónar reyndu að grafa til að finna lík hennar.

Auglýsing

Telur skipuleggjandinn að þetta sé liður í að fá fram almenningálit og geta ferðamenn giskað á hvað gerðist.

Aerial view shows the proximity of McCann's apartment in Praia Da Luz to the area of waste ground which was searched by British police
Praia Da Luz, þ.m.t. íbúðarbyggðin þar sem Madeleine sást síðast. 

 

Eru ferðirnar kallaðar Luz Tours og segir stofnandinn að það sé kaldhæðnislegt að hann megi ekki selja ferðir af þessu tagi þar sem aðrir selji aðgang að samskonar ferðum tengdum látnum stjörnum, s.s. The Scott Michaels tour sem tekur ferðamenn á staði þar sem stjörnur létust í Hollywood. Þar má heimsækja villuna þar sem Michael Jackson lést og Beverly Hilton hótelið þar sem Whitney Houston drukknaði.

 

Front of block 6 at the Praia Da Luz Ocean Club Resort where Madeleine McCann went missing from flat 5a in block 5 of the resort in Portugal
Íbúðarhótelið þaðan sem Maddie hvarf

 

Foreldrar Madeleine eru í áfalli yfir þessum fréttum: „Þetta er ógeðfellt. Hver vill fara í svona ferð? Ég trúði þessu ekki þegar ég sá það. Lítil stúlka hverfur og það á ekki að vera tilefni til leikja eða áskorana.“

Þessi breski afi er með mál Madeleine á heilanum og býr hann á svæðinu. Hann hefur skrifað þúsundir blaðsíðna um málið og hellt sér í ljósmyndir og lögregluskýrslur. Hann segist ekki rukka fyrir ferðirnar, þetta sé einungis áhugamál.

Tapas bar Praia da Luz Portugal
Hér snæddu Kate og Gerry

 

Auglýsir hann ferðirnar á þann hátt að um Luz áskorunina sé að ræða:„ Our version of Mission Impossible.”

Einnig er tekið fram: „Þú þarft að koma með hugmynd um hvernig foreldrar Madeleine losuðu sig við líkið og hvers vegna líkið fannst ekki við leit.“

Ferðin hefst við íbúð 5A á Ocean Club Hotel þar sem Maddie hvarf. Síðan er farið á tapas veitingahúsið þar sem foreldrar hennar snæddu kvöldverð. Síðan er farið á stað þar sem vinkona hjónanna, Jane Tanner sagðist hafa séð mann halda á barni. Einnig er farið á staðinn þar sem Martin Smith sagðist hafa séð mann halda á barni á leið til strandarinnar.

British police officers clear waste ground in Paria Da Luz, Portugal

Composite file e-fits of potential suspects which have built up since Madeleine McCann went missing

Auglýsing
Madeleine McCann Ghouls Tour pages
Praia da Luz, a resort in the Algarve region of Portugal where Madeleine Beth McCann disappeared

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!