KVENNABLAÐIÐ

Enginn vildi sitja við hlið Tiffany Trump á tískuvikunni í New York

Heldur einmanalegt að vera dóttir umdeildasta manns í heimi: Forsetadóttirin Tiffany Trump sem er 23 ára fékk bestu sætin á sýningu Phillipp Plein en endaði á að sitja ein. Tískuspekúlantinn Christina Binkley fór á Twitter og póstaði meðfylgjandi mynd og sagði að „enginn“ vildi sitja við hlið hennar. Einnig sagði hún að tveir tískuritstjórar hefðu í raun fært sig til að þurfa ekki að sitja við hlið hennar.

Í stað þess að hlæja að henni urðu margir öskureiðir á Twitter og sögðu að verið væri að leggja hana í einelti. Phillipp Plein sagði sjálfur: „Hún er ekki stjórnmálamaður, hún er unglingsstúlka [e. teenager].“ Deila má nú um orð hans, hvort 23 ára kona geti talist unglingur en hélt Phillipp áfram: „Getur þú kennt dóttur um að eiga föður sem deilir ekki stjórnmálaskoðunum með ýmsu fólki? Ég er ekki hér til að dæma en mér finnst ekki rétt að þú komir fram af vanvirðingu gagnvart einhverjum sem þér líkar ekki.“

Leikkonan Whoopi Goldberg kom Tiffany einnig til bjargar í þættinum The View og sagðist myndu sitja hjá henni…flott hjá henni, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan:

 

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!