KVENNABLAÐIÐ

Marilyn Monroe með barni: Áður óbirtar myndir af henni með litla bumbu

Fullyrt er að myndir sem komu upp á yfirborðið á dögunum sýni kvikmyndastjörnuna og gyðjuna Marilyn Monroe með óléttubumbu. Sagt er að meðleikari hennar í kvikmyndinni Let’s Make Love Yves Montand hafi verið faðir barnsins en ekki Arthur Miller sem hún var gift á þeim tíma.

mam2

Auglýsing
Myndir teknar í janúar árið 1960, svo í júní sama ár.
Myndir teknar í janúar árið 1960, svo í júní sama ár.

Myndirnar voru teknar í júlímánuði árið 1960 í New York þegar Marilyn var 34 ára gömul. Vinkona hennar, Frieda Hull geymdi myndirnar en þær voru seldar ásamt eigum hennar á síðasta ári. Geymdi Frieda myndirnar vandlega og merkti þær „The Pregnant Slides“ en hún var flugfreyja hjá Pan Am og varð mjög náin leikkonunni á tímabili.

mam1

Voru myndirnar leyndar öllum þar til hún lést og Tony Michaels, vinur og nágranni Friedu keypti á uppboði allar eigur hennar og þar með þessar myndir. Vissi Tony að Marilyn var ófrísk á myndunum en hún hafi misst barnið. Var draumur Marilyn alltaf að eignast barn en segir Tony að „hann hafi aldrei fengið á hreint hvort um fósturlát eða fóstureyðingu hafi verið að ræða.“

mam3

Auglýsing
Með Yvon
Með Yves

Draumur Marilyn að eignast barn varð alltaf hafður að engu. Hún átti við legslímuflakk (endometríósu) að stríða og þrisvar sinnum, svo vitað sé, missti hún fóstur. Hún hafði alla tíð mikla tíðaverki og átti í erfiðleikum með að verða ófrísk.

Heimild: DailyMail

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!