KVENNABLAÐIÐ

Kynþokkafulli glæpamaðurinn, Jeremy Meeks, í fyrsta skipti á tískusýningu

Það muna margir eftir Jeremy Meeks sem öðlaðist heimsfrægð á einni nóttu eftir að fangamynd af honum fór á flug á netinu. Hann hefur nú snúið lífi sínu við eins og við á Sykri höfum flutt fréttir af. Þessi stingandi blái augu, skörp hakan og augndropatattúið…hann er slæmur strákur og virkilega flottur sem slíkur.

jer1

Frægðin á netinu færði honum fyrirsætusamning og loksins sýndi hann í fyrsta skipti á tískusýningu hjá engum öðrum en Philipp Plein á tískuvikunni sem nú fer fram í New York. Klæddist hann stórri svartri úlpu með loðkraga.

jer2

Jeremy sat inni árið 2002 fyrir þjófnað og að bera skotvopn. Hann er þó ekki einn um það, Winona Ryder og Naomi Campbell hafa báðar komist í kast við lögin og náð að rétta sig af.

Jeremy er 33 ára og býr í Kaliforníu með konu og tveimur sonum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!