KVENNABLAÐIÐ

Pamela Anderson opnar sig varðandi samband sitt við Julian Assange

Leikkonan Pamela Anderson hefur nú uppljóstrað því að hún á í sambandi við Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hana tjá sig við Loose Women Today og var hún spurð um hugsanlegt ástarsamband við Julian. „Ég er alltaf að gera eitthvað, reyni á hverjum degi, til dæmis að eignast vinskap við mikilvægt fólk í heiminum eins og Julian Assange. Hann er afar merkilegur einstaklingur og ég held að í sögubókum verði horft til hans og því veitt athygli hvað hann hefur gert fyrir heiminn. Ég tel að WikiLeaks séu mjög athyglisverð samtök og mikilvæg, þetta eru sannar fréttir,“ segir Pamela í viðtalinu.

Auglýsing
pa2
Julian Assange

 

pa4
Pamela Anderson

„Það er erfitt að finna sannar fréttir nú til dags en ef þú ferð á WikiLeaks geturðu í raun og veru séð hvað er í gangi í heiminum. Það er mjög nauðsynlegt í því pólitíska landslagi sem við búum við í dag,“ sagði Pamela í viðtalinu.

pa3

Pamela sem hún er 49 ára gömul hefur heimsótt Julian í sendiráð Ekvador í London fimm sinnum á síðustu fjórum mánuðum. Í viðtali við Page Six sagði nafnlaus heimildarmaður: „Það virðist sem í hvert skipti sem hún kemur klæðist hún æ kynþokkafyllri klæðnaði.“

pam110

Pamela sást í desember færa Julian mat í kringum jólahátíðina. Hún hefur einnig heimsótt hann tvisvar í janúar 2017.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!