KVENNABLAÐIÐ

Heiða rúði kindur af miklum móð í heimsmeistarakeppni rúninga

Íslenski bóndinn og rúningsmeistarinn Heiða Guðný sýndi snilldartakta í Invercargill í Nýja-Sjálandi en þar fer nú fram heimsmeistarakeppni í rúningum kinda. Er hún eina konan í keppninni sem keppir í vélrúningi, þrátt fyrir að vinnsla ullarinnar sé mestmegnis í höndum kvenna.

Heiða hefur verið bóndi í 15 ár og er 38 ára gömul. Tók hún yfir rekstur Ljótarstaða aðeins 23 ára samkvæmt frétt frá Worldshearingchamps. Telja þeir Heiðu skara fram úr á sínu sviði. Liðsfélagi hennar, Hafliði Sævarsson, er þrefaldur Íslandsmeistari í rúningi en keppnin var fyrst haldin árið 2008.

Auglýsing

hg

Borguðu þau sjálf fyrir farið til Nýja-Sjálands. Segir Guðný að það hafi verið nógu klikkað að fara: „Ég elska að rýja.“

Aðstæður í landinu eru öðruvísi en hér heima, hér er aðeins ein tegund kinda, ullin er mýkri og kindurnar eru inni sjö mánuði á ári.

Auglýsing

Heiða var í 52. sæti í fyrstu umferð en keppt er í þremur umferðum. Mikið fjör er í keppninni eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá keppninni:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!