Tveggja barna móðir nýtti sér tæknina til að finna eiginmann sinn heima hjá nýjum elskhuga með því að nota find my iPhone appið. Khadijah Bilal er 33 ára frá Birmingham á Englandi. Hún fór að taka eftir breytingum á hegðun eiginmannsins fyrir um ári síðan. Þau höfðu verið í fjögur ár saman og var annað barn þeirra fætt í lok árs 2016.
Hann eyddi nánast engum tíma heima og var oft úti allar nætur um helgar. Þegar hann svo neitaði að breyta hegðun sinni eftir fæðingu seinna barnsins fór hana að gruna að hann væri að halda framhjá henni.
Þar sem ekkert var að hafa upp úr eiginmanninum fór eiginkonan í tölvuna og skráði sig inn í appið hans. Sá hún greinilegt mynstur í ferðum hans á þeim mánuði sem hún fylgdist með honum. Fór hann iðulega að sama heimilisfanginu, í um 16 kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra.
Khadijah beið svo eftir honum fyrir utan húsið, þar sem hana grunaði að ástkona hans byggi og þegar hann sá hana fyrir utan flýtti hann sér með henni burtu frá heimilinu í bíl og hefur eiginkonan ekki séð hann síðan.
Khadijah er nú ein með tvö börn sín en segist ekki hafa neina eftirsjá að hafa komið upp um hann með því að njósna um hann: „Þetta var mjög erfitt. Ég þurfti á allri minni sjálfsstjórn að halda. Ég notaði appið því það var eina leiðin til að vera örugg um hvað hann væri að gera. Þannig ég var klárari en hann. Hann hélt hann væri svo klár, en ég var klárari!“
Hvernig virkar þetta app?
Appið er hannað til að hjálpa Apple notendum til að finna týnd eða stolin tæki, frá iPhone og iPad til MacBook. Svo lengi sem tækið hefur einhverja internettengingu sendir það frá sér merki og þú getur séð staðsetningu tækisins á netinu. Þú getur nýtt þér þetta app: Settings > iCloud > Find my iPhone