KVENNABLAÐIÐ

Ofurfyrirsæta á öðrum fæti: Myndband

Jack Eyers er fyrsta karlfyrirsætan sem einblíndi á að komast inn í fyrirsætuheiminn þrátt fyrir að vera einfættur. Er hann fyrsta fyrirsætan með módelsamning og fyrsta fyrirsætan með gervifót til að ganga tískusýningarpallana á New York Fashion Week. Jack er 26 ára frá Bournemouth og hefur sýnt fyrir flotta hönnuði á London Men’s tískuvikunni og rússnesku tískuvikunni. Einnig hefur hann verið á forsíðu Men’s Health UK.

Auglýsing

Einlægni hans og metnaður er aðdáunarverð, og það sem meira er – hann fæddist með alvarlegan sjúkdóm og tók hann ákvörðun 16 ára gamall að hann myndi láta fjarlægja fótinn. Telur hann það „bestu ákvörðun sem hann hefur tekið“ í lífinu. Til að sjá meira, horfðu á meðfylgjandi myndband:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!