KVENNABLAÐIÐ

Sprautaði skordýraeitri í eyrað á sér til að losna við kakkalakka

Kínverskur maður varð fyrir því óláni að kakkalakki skreið inn í eyrað á honum þegar hann var sofandi. Eftir að hafa reynt ýmislegt til að losna við óværuna ákvað hann að spreyja skordýraeitri inn í eyrað á sér.

Sextugur Kínverji frá Chengdu tjáði læknum að kakkalakki hefði skriðið inn í eyrað á honum í byrjun febrúar. Hann fann hann iða í eyranu svo hann reyndi ýmis ráð til að ná honum út. Fyrst reyndi hann að nota fingurnar, svo eyrnavax til að reyna að ýta honum út. Svo notaði hann tannstöngla og svo flísatöng. Ekkert af þessu virkaði þannig hann reyndi að hræða skordýrið með því að lemja sjálfan sig í höfuðið en það dugði ekki til. Eftir þrjá daga virtist kakkalakkinn hafa tekið sér bólfestu í eyranu á manninum þannig hann ákvað að nú væri tími til að taka til afdrifaríkra aðgerða.

Auglýsing

kakka3

Maðurinn tók brúsa af skordýraeitri og spreyjaði inn í eyrað í von um að drepa þennan óvelkomna gest. Nú, kakkalakkinn drapst…en var samt enn fastur í eyranu á honum. Læknar sögðu að þetta hefði ekki verið mjög sniðugt hjá manninum þar sem efnin í eitrinu orsökuðu bólgur í eyranum þannig að skordýrið festist enn frekar.

kakka

Auglýsing

Í ljós kom að kakkalakkinn var um einn sentimetri að lengd: „Kakkalakkar leita í hlýja staði svo þessvegna leita þeir inn þegar vetrar,“ segir Dr Wang Ji, sem framkvæmdi aðgerðina á þessum óheppna manni. „Eyrnaskíturinn ilmar vel fyrir kakkalakka, hann er eiginlega uppáhaldið þeirra.

kakka2

Hann ráðlagði fólki sem lendir í svipuðum aðstæðum að hella olíu í eyrað til að annaðhvort kæfa dýrið eða neyða það út. Að pota með tólum mun bara gera illt verra og orsaka bólgur í viðkvæmu innra byrði eyrans.

Heimild: SCMP

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!