KVENNABLAÐIÐ

Meðganga Beyoncé: Allavega einn drengur á leiðinni!

Nú er vika síða Beyoncé skók heiminn með óvæntum fréttum af væntanlegum tvíburum. Það sem meira er: Hjónin líta svo á að meðgangan hafi bjargað hjónabandi þeirra.

Eins og kunnugt er hafa þau oft verið á barmi skilnaðar á síðastliðnum árum en hafa nú ákveðið að berjast, fjölskyldunnar vegna: „Þau óskuðu sér tveggja barna bæði þegar þau giftu sig,“ segir ónefndur heimildarmaður í viðtali við Life&Style. Erfiðleikarnir við að ganga með annað barn gerðu þó vart við sig eftir að Blue Ivy sem nú er fimm ára fæddist.

Auglýsing

„Að vinna með þeim var ótrúlega erfitt, það var hægt að skera andrúmsloftið með hníf,“ segir heimildarmaðurinn, „en meðgangan hefur svo sannarlega hleypt nýju lífi í sambandið.“

jz3

Beyoncé er komin fimm mánuði á leið og voru börnin getin með tæknifrjóvgun. Þau hafa farið í gegnum öll próf sem til eru og virðast börnin vera heilbrigð og allt gengur vel. Einnig vita þau að allavega einn drengur er á leiðinni, sem var draumur þeirra beggja, þó einna helst Jays.

jz st

Beyoncé hefur þó baktryggt sig, hún vill ekki verða þriggja barna móðir eins og ástandið hefur verið: „Hún hefur látið Jay sverja að vera sér trú, að fjölskyldan og sameining hennar gangi fyrir öllu,“ segir annar heimildarmaður.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!