KVENNABLAÐIÐ

Dóttir Jamie Lynn Spears lenti í skelfilegu slysi: Britney biður alla að biðja fyrir frænku sinni

Jamie Lynn Spears, systir Britney Spears gerði allt hvað hún gat til að bjarga átta ára dóttur sinni þegar hún keyrði litlum bíl í vatn. Er hún á sjúkrahúsi og ekki er vitað hvort hún hafi það af. Gerðist atvikið á búgarði fjölskyldunnar í Louisianaríki í Bandaríkjunum þann 5. febrúar. Maddie Spears var á litlum ATV (All Terraine Vehicle) og var að reyna að keyra fram hjá skurði þegar hún lenti í vatninu. Hurfu barnið og bíllinn samstundis sjónum þegar hann sökk í vatnið.

Auglýsing

Eftir nokkrar sekúndur hlupu Jamie og eiginmaður hennar Jamie Watsin til og hentu sér í vatnið til að bjarga henni. Maddie var föst í öryggisbelti. Eftir tvær mínútur kom sjúkrabíll og aðstoðaði við að ná barninu upp úr köldu vatninu. Nú er hún á spítala og er ástand hennar alvarlegt, en stöðugt.

Í umræddum bíl
Í umræddum bíl

Britney hefur ákallað aðdáendur sína að „biðja fyrir frænku sinni“ („Need all the wishes and prayers for my niece.”)

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!