KVENNABLAÐIÐ

Þetta er sennilega svalasti kennari í heimi: Myndband

Jerusha Willenborg kennir í Mueller grunnskólanum í Wichita í Bandaríkjunum. Myndband með henni og nemendum hennar hefur nú farið á flug á netinu og hefur Jerusha fengið lítinn frið: „Þetta byrjaði í gærkvöldi. Síminn minn var að springa! Ég þurfti að taka hljóðið af því ég var að fara yfir próf.“

Bekkurinn sem hún kennir var nefnilega í fréttunum. Milljónir hafa séð myndbandið enda sýnir það einstakt samband milli kennara og nemeda.

Jerusha sést í myndbandinu hafa sérstakt handtak milli hennar og hvers einasta nemanda en þeir eru 20 talsins.

Auglýsing

Í fyrstu hafði hún gefið nemendum „high-five“ eða hnefann í lok hvers skóladags þegar einn nemandi gerði eitthvað aukalega.

„Hann bætti við! Eftir það vildu allir sitt eigið handtak,“ segir þriðju bekkjar kennarinn sem er afar vinsæll. Hefðin byrjaði fyrir þremur árum síðan og eru nemendur afar ánægðir: „Mér finnst eins og Miss Willenborg styðji mig í öllu,“ segir Harmoni, einn af nemendunum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!