KVENNABLAÐIÐ

1500 ára gömul múmía fannst í „Adidas skóm“

Kendall Jenner og Gigi Hadid eru kannski í flottustu Adidas strigaskónum sem eru mjög í tísku núna, en það virðist vera sem einhver hafi verið á undan þeim…fyrir 1500 árum. Lengst inní Altai fjöllum í Mongólíu í um 3000 metra hæð fundu fornleifafræðingar múmíu sem var grafin fyrir þúsund árum: „Þetta var sennilega kona, ekki af aðalsættum, því við fundum enga slaufu eða boga á henni,“ segir B. Sukhbaatar, rannsakandi í Khovd safninu í viðtali við Siberian Times.

Auglýsing

Aðeins fundust leifar af hand- og fótleggjum en það var nægilegt til að koma af stað sögusögnum á netinu. Af hverju? Jú, því skórnir virðast bera hið heimsþekkta þriggja randa Adidas lógó. Fyrsta parið af Adidas skóm leit dagsins ljós árið 1949, þannig það er ekki líklegt! Sumir virðast hneigjast til að trúa á tímaflakk vegna þessa merka fundar.

mumia2

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!