KVENNABLAÐIÐ

Amma sem saknaði þess að fara út á lífið eignaðist nýjar vinkonur

Dásamlegar táningsstúlkur! Að skemmta sér er ekki bundið við aldur….og það sem meira er, það er ekkert aldurstakmark að fara út á lífið. Eldri kona áttaði sig á þessu þegar hún fékk sér ein í glas um helgina. Hún vildi virkilega finna þennan „neista.“ Og….það var ein átján ára sem áttaði sig á því. Mahri Smith hitti konuna inni á baðherbergi (við vitum nú allar hvað það er alltaf gaman á baðherberginu!) og hún og vinkonurnar voru að taka myndir – sennilega að pósta þeim flottustu á Instagram.

Auglýsing

Þær fóru að ræða saman og þá áttuðu Mahri og vinkonur hennar að þær höfðu eignast nýja vinkonu: „Hún var að hrósa okkur fyrir klæðaburðinn og talaði bara eins og við!“ Mahri segir á Twitter að konan hafði sagt þeim: „Ég man þegar ég og vinkonur mínar klæddum okkur út og fórum að djamma. Ég sakna þess.“

amma5

Sagði Mahri að þessi kynni hafi verið einkar ánægjuleg og hafi henni hlýnað um hjartarætur: „Í stuttu máli: Við eignuðumst nýja vinkonu!“

 

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!