KVENNABLAÐIÐ

Pharrell Williams og frú eignuðust þríbura!

Ekki eitt barn, ekki tvö heldur þrjú! Tónlistarsnillingurinn Pharrell Williams og eiginkona hans Helen Lasichanh héldu meðgöngunni leyndri en nú hafa þrjú börn litið dagsins ljós. Þau fóru svo leynt með meðgönguna að gula pressan fékk ekki einu sinni veður af því. Blaðafulltrúi Pharrell neitaði að gefa upp nöfn barnanna eða kyn en staðfesti þó að „móður og börnum heilsaðist vel.“

Hjónin eiga soninn Rocket sem er átta ára. Pharrell hefur verið vinsæll dómari í bandaríska The Voice og sýnt fyrir Karl Lagerfeld/Chanel sem fyrirsæta. Hann verður fyrsta karlkyns fyrirsæta Chanel til að auglýsa hinar heimsfrægu handtöskur, en Kirsten Stewart og Cara Delevingne eru líka með í auglýsingunum sem Lagerfeld leikstýrði sjálfur.

Auglýsing

Einnig er Pharrell tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir að hafa framleitt myndina Hidden Figures. Myndin vann til verðlauna á SAG verðlaunahátíðinni sem fram fór um helgina þannig spennandi verður að sjá hvort hann komi heim til stóru fjölskyldunnar með Óskarinn!

Heimild: Vanity Fair

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!