KVENNABLAÐIÐ

Hin ótrúlega kattakona: Deilir heimili með 1100 köttum

Engin venjuleg kona: Hin 68 ára Lynea Lattanzio á risastórt einbýli sem hún hefur nú opnað fyrir ferfætlingum sem hún elskar. Fimm svefnherbergi eru í húsinu og mega kisurnar hlaupa þar um eins og þeim sýnist. Í dag rekur hún stærsta kattaathvarf í Kaliforníuríki, Cat House On The Kings fyrir heimilislausa kisa. Þar sér hún og teymi hennar um 800 fullorðna ketti og 300 kettlinga. Þau byrja daginn klukkan 4 á morgnana til að gefa þeim að éta og er dýralæknir þar einnig. Þú getur skoðað síðuna þeirra hér: http://www.cathouseonthekings.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!