KVENNABLAÐIÐ

David Beckham játar mistök í hjónabandinu

David Beckham og Victoria Beckham hafa verið gift síðan 4. júlí 1999 sem hlýtur að teljast langt miðað við önnur stjörnuhjónabönd! David viðurkennir þó að hafa gert ýmis mistök í hjónabandinu. Fótboltahetjan segir þó að hann muni ávallt vera með Victoríu því þau deili óendanlegri ást saman. David var í viðtali hjá Kirsty Young þegar hann sagði að hann hefði gert ýmis mistök: „Við eigum bæði sterka foreldra. Við vorum alin upp á réttan hátt. Auðvitað gerir þú samt mistök á þessum árum. Hjónaband er eitthvað sem er erfitt á tíðum og þetta snýst um að vinna úr því. Þegar við eigum erfiða daga þekkjum við hvort annað betur en nokkur annar, svo þá tölum við saman.“

Auglýsing
Kirsty Young með David Beckham 

Becks segir að fólk hafi ásakað þau um að vera saman til að halda „peningavélinni Brand Beckham gangandi“ en David hristir þær sögusagnir af sér: „Við erum saman því við elskum hvort annað og við eigum saman fjögur dásamleg börn!“

Þegar David og Victoria hittust var það á bílastæði…við óskum þeim alls hins besta í framtíðinni!

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!