KVENNABLAÐIÐ

Tori Spelling á von á fimmta barninu!

Leikkonan Tori Spelling sem glöggir muna eftir úr þáttunum Beverly Hills 91210 á nú von á dreng á næstu dögum. Mun hann því vera í fiskamerkinu og segir Tori á Instagram að hún geti varla beðið eftir að hitta hann. Tori á fjögur önnur börn: Liam, 9, Stellu, 8, Hattie, 5 og Finn sem er fjögurra ára. Faðir þeirra er Dean McDermott. Hann á líka 18 ára son úr fyrra hjónabandi. Þau Dean og Tori hafa verið gift í meira en 10 ár og hafa gengið í gegnum súrt og sætt á leuðinni.

Auglýsing

Það virðist þó allt vera að ganga upp þrátt fyrir framhjáhaldsmál og fjármálavandræði. Dean bað Tori upp á nýtt fyrir framan fjölskylduna í ferð til Parísar á dögunum og játaðist hún honum og tilkynnti um nýtt barn á leiðinni í október. Tori hefur tjáð sig um hvernig það sé að stækka fjölskylduna: „Börnin komu á besta tíma. Ekkert er nokkurn tíma fullkomið en ég er svo ástfangin af manninum mínum og börnunum. Að bæta við fjölskylduna er ekkert annað en blessun,“

 

#bumpproud Can’t wait to meet you little man… my little Pisces. #6weekstogo #littleman #number5

A photo posted by Tori Spelling (@torispelling) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!