KVENNABLAÐIÐ

Athyglisvert: Hvað svefnstellingin þín segir um þig

Horfðu á myndina: Hvaða svefnstellingu telur þú að þú sofir í flestar nætur? Sérfræðingar hafa löngum spáð í hvað svefnstellingin þín segir um persónuleikann og hér erum við komin með svarið.

a svefnst

Athugaðu númerin á myndinni og lestu svo textann hér að neðan:

Auglýsing

1: Ef þú getur ekki sofnað nema að beygja hnéin á meðan þú liggur á hliðinni ertu róleg og áreiðanleg manneskja. Það er ekki auðvelt að móðga þig og þú ert ekki hrædd/ur við framtíðina. Þú átt til að brosa á ömurlegum grámygluðum mánudagsmorgni og hefur hæfileikann að aðlaga þig öllum aðstæðum í lífi þínu.

2: Ef þú sofnar yfirleitt í fósturstellingunni skortir þig öruggi – þú ert einstaklingur sem þráir að vera verndaður og vilt að fólk skilji þig og hafi samúð með þér. Með því að „krulla þig upp“ á þennan háttt ertu að reyna að verja þig fyrir áreitum og vandamálum heimsins. Þú ættir að mála myndir, læra að dansa eða skrifa sögur.

3: Ef þú sofnar á maganum með fætur og hendur úti ertu óumdeilanlega leiðtogi. Þú átt til að vera hvatvís og taka frumkvæðið en vilt hafa reglu á einkalífinu og í vinnunni. Þú skipuleggur sennilega hluti langt fram í tímann og vilt helst ekki láta koma þér á óvart. Þú vilt bera ábyrgð og það er það sem gerir þig að sigurvegara.

4: Ef þú sefur á bakinu ertu sennilega jákvæð manneskja sem elskar lífið og ert vön að njóta mikillar athygli. Þú ert þrjósk og veist hvað þú vilt en á skynsaman hátt – þú vilt alltaf segja sannleikann. Fólk sem sefur í þessari stellingu hafa afar sterkan persónuleika.

Auglýsing

5: Þú ert sífellt á verði en það kemur allt heim og saman – þú veist hver markmið þín eru í lífinu og veist einnig hvernig á að ná þeim. Sem er frábært! Þú átt til að vera þrjósk/ur og ákveðin/n en þú ert þó alltaf hörðust/harðastur við þig sjálfa/n.

6: Ef þú sefur eins og hegri: Með annan fótinn upp eru líkur á að þú hafir frekar óútreiknanlegan persónuleika sem dregst í ýmis ævintýri án þess að hafa ætlað sér það….einnig hefur fólk á orði að þú skiptir skapi sem ekkert sé. Oft áttu erfitt með að taka ákvarðanir. Þú kýst samt helst af öllu stöðugleika, ró og frið og að allt í lífi þínu komi heim og sama.

Ef engin svefnstelling á við þig er það tákn um að þú hafir mjög fjölbreytilegan persónuelika sem hefur dýpt sem þig hefði ekki grunað…það er von á öllu hvað þig varðar! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!