KVENNABLAÐIÐ

Geri úr Spice Girls eignaðist son: Nefnir hann til heiðurs George Michael

Geri Halliwell, nú Geri Horner, var að eignast sitt annað barn á dögunum. Geri, sem gerði garðinn frægan með Spice Girls, var mjög náin söngvaranum George Michael sem lést á jóladag í fyrra. Geri er 44 ára gömul og á hún dótturina Bluebell úr fyrra sambandi en hún er orðin 10 ára. Hún giftist Formula 1 bílstjóranum Christian Horner og hafa þau gefið snáðanum nafnið Montague George Hector Horner.

Fjölskylduvinur segir: „Geri vildi að George væri hluti af lífi Monty, svo hún vildi að drengurinn fengi miðnafnið til heiðurs honum.“

Auglýsing

Geri póstaði mynd af þessum dásamlegu fótum með textanum: ‘Montague George Hector Horner arrived this morning, a beautiful little brother for Bluebell and Olivia #amazing-day #grateful #monty.’

1

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!