KVENNABLAÐIÐ

Kona með Downs átti sér þann draum að gerast bakari…og hún lét hann rætast!

Collette Divitto hafði sótt um ótal atvinnur en fékk alltaf neitun. Frá unga aldri hafði hún bakað og búið til sínar eigin uppskriftir af kökum þannig hún ákvað að verða sinn eigin herra, svo að segja og stofnaði sitt eigið bakarí í heimabæ hennar, Boston í Bandaríkjunum! Bakaríið heitir Colletty´s og skemmst er frá því að segja að hún hefur algerlega slegið í gegn – pantanir hlaðast upp og ætlun hennar í framtíðinni er að opna fleiri bakarí og gefa fötluðu fólki tækifæri á atvinnutækifærum. Dásamleg!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!